Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Borgarstjóri sakar saksóknara um að hylma yfir konumorð

Feminist groups march to protest the murder of Ariadna Lopez, in Mexico City, Monday, Nov. 7, 2022. Prosecutors said Sunday an autopsy on Lopez who was found dead in the neighboring state of Morelos, showed she was killed by blunt force trauma. That contradicts a Morelos state forensic exam that suggested the woman choked on her own vomit as a result of intoxication. (AP Photo/Marco Ugarte)
KVenréttindasamtök efndu til aðgerða í Mexíkóborg á sunnudag þar sem kallað var eftir réttlæti fyrir Ariadne López og afsögn eða brottreksturs „hins spillta saksóknara“ Uriel Carmona í Morelos-ríki.  Mynd: AP
Borgarstjóri Mexíkóborgar sakar yfirsaksóknara Morelos-ríkis um að hafa freistað þess að hylma yfir morðið á ungri konu í ríkinu. Tilkynnt var um hvarf hinnar 27 ára gömlu Ariadne López að kvöldi hins 30. októbers síðastliðinn, þar sem hún skilaði sér ekki heim eftir heimsókn á veitingastað í höfuðborginni. Lík hennar fannst daginn eftir um 90 kílómetra suður af höfuðborginni, í Morelos-ríki.

Yfirsaksóknari ríkisins,  Uriel Carmona, fullyrti í framhaldinu að hún hefði kafnað í eigin ælu eftir óhóflega áfengisneyslu. Claudia Sheinbaum, borgarstjóri Mexíkóborgar, boðaði nokkru síðar til fréttafundar og sýndi myndskeið, sem að sögn sýnir karlmann leggja líflausan líkama hennar í farangursgeymslu á bíl.

Lík Ariadne López var svo krufið öðru sinni að beiðni aðstandenda hennar, af öðrum réttarmeinafræðingi en þeim sem sá um hina fyrri. Seinni krufningin leiddi í ljós að unga konan lést af völdum hrottalegra barsmíða.

Konumorð hafa verið stórpólitískt hitamál í Mexíkó og fleiri ríkjum Suður-Ameríku undanfarin ár. Fyrstu níu mánuði þessa árs voru 695 konur myrtar í Mexíkó, samkvæmt opinberum tölum, en 978 allt árið í fyrra. Fæst þessara morða hafa verið upplýst, segir í frétt AFP.