Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjalla-Eyvindur og Halla - Jóhann Helgason

Mynd: Rokkópera / Jóhann Helgason

Fjalla-Eyvindur og Halla - Jóhann Helgason

07.11.2022 - 17:30

Höfundar

Fjalla-Eyvindur og Halla er rokkópera eftir Jóhann Helgason sem kemur út á tuttugu og tveggja laga geisladisk og bók sem inniheldur; nótur, söguna, söngtexta og myndskreytingar.

Jóhann Helgason hefur starfað um langt skeið sem lagahöfundur og tónlistarmaður. Hann starfaði lengi í dúettnum Magnús og Jóhann með félaga sínum Magnúsi Þór Sigmundssyni og hljómsveitinni Change. Hann hefur líka samið klassísk lög fyrir Brunaliðið, Vilhjálm Vilhjálmsson, Hauk Morthens og fleiri.

Nýjasta verkefni Jóhanns er Fjalla-Eyvindur og Halla, rokkópera þar sem hann fær með sér þau Stefán Jakobsson, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og Guðmund Magna Ásgeirsson til að syngja helstu hlutverk verksins en fjöldi fólks kemur síðan að tónlistarflutningnum. Óperan byggist á sögu Fjalla-Eyvindar eftir Guðmund Guðna Guðmunsson með styrk frá Tónskáldasjóði RUV og STEF, Hljóðritasjóði ríkisins, Launasjóði tónskálda, Menningarsjóði FÍH, Nótnasjóði STEFs, Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöðvar 2 og Tónskáldasjóði.

Plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna er Fjalla-Eyvindur og Halla, rokkópera eftir Jóhann Helgason og verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum höfundar eftir tíufréttir í kvöld.