Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Flóttamannastofnun uggandi vegna úkraínsks flóttafólks

epa10281552 People evacuated from Novokakhovsky district arrive at a railway station in Dzhankoi, Crimea, 02 November 2022, where temporary accommodation centres have been set up. The authorities of the Kherson region on 31 October announced the evacuation of all residents from a 15 kilometers zone along the left side of the Dnieper river. The evacuation concerned residents of the Novokakhovsk urban district of the Kherson region. The authorities of the region want to complete the evacuation of residents from the left bank of the Dnieper within three days. 'A high level of military threat is expected. Evacuation is carried out in an organised manner by road transport. From 06 November, forced evacuation measures will be applied to the remaining ones,' the administration of the Kakhovka district said.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt af sér einhverja mestu flutninga fólks undanfarinna áratuga á skömmum tíma. Rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því innrásin hófst að skipun Rússlandsforseta.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir ástandið grafalvarlegt enda hafi um fjórtán milljónir Úkraínumanna neyðst til að yfirgefa heimili sín undanfarna mánuði.

Filippo Grandi, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, greindi öryggisráði Sameinuðu þjóðanna frá stöðu mála í gær.

Hann lýsti þungum áhyggjum af komandi vetri við gríðarlega erfiðar aðstæður í stríðshrjáðu landinu. Því hvatti hann til þess að leitað skyldi allra leiða til að ljúka stríðinu hið fyrsta.