Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sagan sögð í súkkulaðibréfum og sykurvatni

Mynd: RÚV / RÚV

Sagan sögð í súkkulaðibréfum og sykurvatni

26.10.2022 - 13:38

Höfundar

Hvenær verða hversdagslega umbúðir að dýrmætum safngripum? Um það fjallar meðan annars sýningin Drasl eða dýrgripir í Þjóðminjasafni Íslands.

Sýningin lætur lítið yfir sér en samanstendur af ýmis konar umbúðum sem Andrés Johnson rakari í Ásbúð í Hafnarfirði safnaði og varðveitti frá um 1930-1960.  

„Hann var gífulegur safnari og geymdi allt sem hönd kom á og fyrir það erum við þakklát í dag því þetta er algjör fjársóður, “ segir Helga Vollertsen, sérfræðingur í þjóðháttum við Þjóðminjasafnið.   

„Þessar umbúðir segja svo miklu sögu um íslenska hönnun, íslenska framleiðslu og fyrirtækjasögu. Því meira sem maður skoðar því fleiri vinkla sér maður. “  

Á sýningunni má m.a. sjá umbúðir frá annars vega Nóa og hins vegar Síriusi áður en fyrirtækin sameinuðust í eina sælgætisframleiðslu og fjölda gosdrykkjaumbúða.  

„Það eru skemmtilegir miðar sem við minnumst og könnumst við, Sínalco og Spur til dæmis. Jafnvel þótt við höfum aldrei séð það berum augum er þetta er orðið partur af þjóðarminninu og við könnumst við það. “  

Sýningin sýnir líka að það er engin tengingar við víkingagripi í markaðssetningu er ekki bundin við lundabúðar nútímans.   

„Við sjáum hér til dæmis nýbrennt og malað kaffi frá Kaupfélagi Hafnarfirðinga með mynd af víkingaskipi. Svo finnst mér líka gaman að nefna smjörlíkisdollurnar, Svanasmjörlíki, Ljómasmjörlíki, Smárasmjörlíki. Þetta eru svo góðar umbúðir, maður sér fyrir sér að geyma smákökurnar í þeim þegar maður er búinn að baka úr smjörlíkinu. En ég myndi aldrei persónulega kaupa svona stórar umbúðir af smjörlíki. “   

Helga segir sýninguna vinsælli hjá Íslendingum en útlendingum, fólki finnist gaman að upplifa nostalgíu og rifja upp liðna tíð.  

„En svo er líka fullt af fólki sem kemur hingað til að fá innblástur því þetta er gullkista fyrir fólk sem er að hugsa um grafíska hönnun, leturgerð, umbúðahönnun, vörumerkjagerð eða eitthvað slíkt því fjölbreytileikinn er svo gífurlegur. “  

Rætt var við Helgu Vollertsen í Katljósi. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Myndlist

Hversdagsleg rútína sem breytist í gullmola

Myndlist

Skemmtanalífið miklu skemmtilegra en maður ætlaði

Myndlist

Myndir sem dvelja í líkamsminninu