Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Íranir ákveða refsiaðgerðir gegn Evrópusambandinu

epa10263680 A handout photo made available by the Iranian foreign ministry shows, Iranian Foreign Minister Hossein Amir-Abdoulahian speaking during the 8th general assembly of the Organization of Asia-Pacific News Agencies (OANA) in Tehran, Iran, 24 October 2022. According to Iranian Foreign Ministry, Amir-Abdoulahian said that Iran have not sold any drone or military equipment to Russia to be used in the war in Ukraine, and that Iran is ready to hold a meeting with Ukrainian officials to discuss these claims. Ukraine and the west have accused Tehran of exporting suicide drones to Moscow to use in the ongoing war in Ukraine.  EPA-EFE/IRANIAN FOREIGN MINISTER OFFICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - IRANIAN FOREIGN MINISTER OFFICE
Íransstjórn hefur bætt í refsiaðgerðir sínar og bæta einstaklingum innan Evrópusambandsins auk fjölmiðla á svartan lista. Það er gert í hefndarskyni vegna þvingunarráðstafana sambandsins gegn lögreglu og embættismönnum.

Utanríkisráðuneyti Írans tilkynnti þetta í morgun en skammt er síðan bresk fyrirtæki og einstaklingar voru sett á svartan lista stjórnvalda í Íran. Ástæðan var meðal annars sögð undirróður gegn írönskum hagsmunum.

Evrópsk mannréttasamtök og stjórnmálamenn ásamt persnesku deild Deutsche Welle og Radio France bætast nú við. Enginn á listanum getur fengið vegabréfsáritun til Írans auk þess sem heimilt er að gera eigur þeirra á írönsku landsvæði upptækar. 

Fjölmenn mótmæli hafa staðið í landinu gegn klerkastjórninni og stofnunum hennar frá því um miðjan september þegar Mahsa Amini, ung kúrdísk kona, lét lífið í höndum siðgæðislögreglunnar.

Hundruð syrgjenda söfnuðust saman við gröf hennar í morgun, fjörutíu dögum eftir andlátið og hrópuðu slagorð gegn klerkastjórninni og einkennisorð mótmælanna „kona, líf, frelsi!“.

Tugir mótmælenda og öryggislögregumanna liggja í valnum auk þess sem hundruð hafa verið handtekin.

Evrópusambandið setti írönsku siðgæðislögregluna á svartan lista um miðjan október auk ellefu embættismanna, þeirra á meðal fjarskiptaráðherra landsins, sem sökuð eru um að tilraunir til að brjóta mótmælin á bak aftur af harðfylgi.