Tónasmiðjan rokkar gegn sjálfsvígum

Mynd: RÚV / RÚV

Tónasmiðjan rokkar gegn sjálfsvígum

24.10.2022 - 16:00

Höfundar

„Þetta er sjötta skiptið á jafnmörgum árum sem við rokkum gegn sjálfsvígum. Ég missti föður minn, hann tók líf sitt, eftir það hef ég viljað minnast þeirra sem hafa tekið líf sitt í gegnum tíðina og hvernig er betra að gera það en í gegnum tónlist með góðum hópi,“ spyr Elvar Bragason forstöðumaður Tónasmiðjunnar á Húsavík sem blés nýlega til tónlistarveislu þar sem 30 flytjendur tóku þátt.

Tónasmiðjunni var komið á legg til að mæta þörfum ólíks hóps. „Það eru ekki allir krakkar í íþróttum; krakkar, börn og fullorðnir sem hafa áhuga á tónlist geta komið til okkar og sungið, spilað og fengið einkatíma og ýmislegt,“ segir Harpa Steingrímsdóttir forstöðukona. 

Markmiðið er að sögn Elvars að efla sjálfsmyndina og sjálfstraustið og búa til heilsteypa einstaklinga í gegnum tónlist. „Sjálfur varð ég fyrir miklu einelti sem krakki og þá hefði ég þurft svona verkefni eins og Tónasmiðjuna til að líða vel í sjálfum mér.“

Már Gunnarsson fór á tónleika fyrir Landann.