Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Gengur á með jakkafötum og skyrtum á Austurlandi

Mynd: RÚV / RÚV

Gengur á með jakkafötum og skyrtum á Austurlandi

16.10.2022 - 14:11

Höfundar

Það er margt þreytandi við Facebook en einhvern veginn erum við samt öll þar. Berglind Festival for á stúfana og kynnti sér það besta sem samfélagsmiðillinn býður upp á.

Það besta við Facebook eru sennilega Facebook-hóparnir. Þeir eru til bæði stórir og smáir, lokaðir og opnir og þar geta myndast skemmtileg samfélög. Í þeim má finna ráð og stuðning, hægt að selja og kaupa varning og í sumum þeirra fylkir fólk liði til að berjast fyrir ákveðnum málstað. Berglind Festival fór á stúfana og kynnti sér nokkra valda Facebook-hópa.  

Einn þeirra er þrýstihópurinn Vinsamlegast hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar sem var stofnaður af nokkrum veðuráhugamönnum á Austurlandi. Í áraraðir átti veðurfréttafólk það til að standa hægra megin á skjáum landsmanna og þannig byrgja sýn áhorfenda á Austurlandi. „Já, þeir gerðu það þarna í nokkuð mörg ár og við stofnuðum þrýstihóp til þess að þeir myndu hætta að standa fyrir Austurlandinu,“ segir Hlynur Sveinsson, veðurnörd.  

Félagi hans Eiður Ragnarsson setti inn færslu á Facebook sem fór víða, meðal annars alla leið á breska ríkisútvarpið, BBC. „Þar sem hann sagði að það gengi á með jakkafötum og skyrtum á Austurlandinu og þá endaði með því að RÚV gerði eitthvað í þessu.“ 

Veðurfræðingar hafa nú látið af því að standa fyrir Austurlandi og því má segja að baráttu hópsins sé lokið. „Síðan hefur hópurinn verið kannski óvirkur, tilgangi hans er náð og kannski ætti að leggja hann niður í raun og veru,“ segir Hlynur.  

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Hér er Vikan með Gísla Marteini í spilara RÚV. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Sniðugt fyrir vonda þjófa að stela rafmagnshjóli

Sjónvarp

Berglind Festival leggur verkalýðsbaráttunni lið

Menningarefni

„Þegar ég er borgarstjóri verður það mitt fyrsta verk“