Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Vetrarfærð og kalt í veðri

12.10.2022 - 06:57
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Veðurstofan spáir suðvestlægri átt og skúrum í dag um landið vestanvert, en þurrt og bjart verður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti víða þrjú til sjö stig.

 Þá bætir í úrkomu sunnan- og vestanlands um tíma í kvöld. Víða hæglætisveður á morgun, en allvíða norðaustan kaldi annað kvöld og éljagangur við norðurströndina. Kólnar smám saman. Síðan er útlit fyrir norðlæga átt dagana þar á eftir með ofankomu á köflum fyrir norðan, en lengst af bjart og þurrt veður syðra. Fremur kalt í veðri.

Á vef Veðurstofunnar segir að vetrarfærð sé víða um land og ástæða sé til að huga að notkun vetrardekkja. 

 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV