Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Samþykkja áttunda þvingunarpakkann gegn Rússum

05.10.2022 - 09:51
epa10224157 European Commission President Ursula von der Leyen (C) speaks during a debate on 'Russia's escalation of its war of aggression against Ukraine', at the European Parliament in Strasbourg, France, 05 October 2022. The EU Parliament session runs from 03 to 06 October.  EPA-EFE/JULIEN WARNAND
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópusambandsríkin hafa komið sér saman um frekari efnahagsþvinganir gegn Rússum, til þess að bregðast við ákvörðun Rússlandsforseta um að innlima fjögur héruð í Úkraínu.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ítrekaði á Evrópuþinginu í morgun að atkvæðagreiðslan meðal íbúa hafi verið ólögleg og að Vladimir Pútín væri að reyna að breyta landamærum ríkja með valdi, og nota orkuauðlindir Rússa sem vopn.

Ekki hefur komið fram hvað felst í nýjum þvingunum, en rætt hafði verið um að setja frekara verðþak á rússneska olíu, og frysta eignir og ítreka ferðatakmarkanir fyrir fleiri rússneskra ríkisborgara.

Þetta er áttundi þvingunarpakkinn sem Evrópusambandsríkin koma sér saman um frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar. Enn er beðið lokasamþykkis, en ef allt gengur eftir má búast við að nýjar þvinganir komi til framkvæmda á morgun.