Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Klúður olli því að nafn var samþykkt á ólöglegum fundi

Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - RÚV
Innviðaráðuneytið tel­ur að ákvarðanir sem teknar voru á sveit­ar­stjórn­ar­fund­i í sam­eig­in­legu sveit­ar­fé­lagi Langa­nes­byggðar og Sval­b­arðshrepps hafi verið ólöglegar. Á fundinum sem boðaður var með ólögmætum hætti var nafn sveitarfélagsins meðal annars samþykkt.

Stór og mikilvæg mál til umfjöllunar

Fundurinn var haldinn 11. ágúst klukkan fimm en boðað var til hans klukkan rúmlega sjö 9. ágúst, en lögum samkvæmt á að boða slíka fundi með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og þar segir að fulltrúar minnihlutans hafi gert athugasemd og óskað eftir því að nýr fundur yrði boðaður með lögmætum hætti, ekki síst í ljósi þess að fjalla átti um ráðningu sveitarstjóra og tillögur að nýju nafni.

Sigurður Þór Guðmundsson oddviti sveitarstjórnar brást við með því að setja á aukafund á sama tíma, með sömu dagskrá. Minnihlutinn kvartaði þá til innviðaráðuneytsisins sem komst að því að ákvarðanir sem teknar voru hefðu verið ólöglegar, nema veigamikil sjónarmið mæli á móti því,“ segir Sigurður. 

Klúður

„Nú vildi þannig til að þennan þriðjudag sem fundarboðið átti að fara út þá var haldinn kynningafundur fyrir sveitarstjórn klukkan fjögur og það voru svo miklar umræður á honum að hann stóð til sjö og verkefnastjórinn sem var starfandi sveitarstjóri okkar þá hann fór ekki útaf fundinum til að senda póstinn fyrr en klukkan sjö.“

Er þetta ekki óttalegt klúður hjá ykkur að svona hafi farið?

„Jú, klúður, auðvitað átti sveitarstjórinn að fara út af kynningafundinum og send póstinn.“

Málin tekin fyrir aftur á morgun

Hann segir að málin verði tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi á morgun sem boðað var löglega til. „Það góða er nú kannski að ég veit ekki til þess að það sé neinn ágreiningur um, hvorki samþykktir sameinaðs sveitarfélags eða nafn.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV