Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir í skammtafræði

04.10.2022 - 10:22
epa10222403 Hans Ellegren (C), the Secretary General of the Royal Swedish Academy of Sciences, with  Eva Olsson (L) and Thors Hans Hansson (R), members of the Nobel Committee for Physics, announce the winners of the 2022 Nobel Prize in Physics during a press conference at The Royal Swedish Academy of Sciences in Stockholm, Sweden, 04 October 2022. The laureates are (L-R, on screen behind) Alain Aspect from France, John F. Clauser of the U.S. and Anton Zeilinger from Austria.  EPA-EFE/Jonas Ekstromer SWEDEN OUT SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Alain Aspect, John Clauser og Anton Zeilinger hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði.

Frá þessu greindi Konunglega sænska vísindaakademían á fréttamannafundi rétt fyrir klukkan 10 í dag.

Þremenningarnir eru sagðir vera frumkvöðlar á sviði sem nefnt hefur verið skammta-upplýsingafræði (e. quantum information science), og talið er að geti valdið straumhvörfum á sviði dulkóðunar og upplýsingaöryggis. 

Á síðasta ári hlutu þrír einnig verðlaunin. Það voru þeir Sykuro Manabe, Klaus Hasselman og Girogio Parisi, og hlutu þeir verðlaunin fyrir að auka skilning á loftslagsbreytingum.

Nóbelsvikan hófst í gær, þegar tilkynnt var að Svante Pääbo hljóti Nóbelsverðlaunin í læknis- og lífeðlisfræði. Verðlaunin hlýtur hann fyrir rannsóknir sínar á genamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins.

Á morgun verður tilkynnt um verðlaunahafa í efnafræði og á fimmtudag tilkynnir akademían verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Nóbels. Á föstudaginn verður tilkynnt um friðarverðlaunahafa Nóbels og mánudaginn 10. október tilkynnir Seðlabanki Svíþjóðar verðlaunahafa í hagfræði.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV