Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vopnahléi lokið í Jemen

epa09038649 Houthi supporters shout slogans and hold up guns during a protest against the US administration and the Saudi-led coalition, in Sana?a, Yemen, 26 February 2021. Thousands of pro-Houthis Yemenis took to the streets of Sana'a to protest against Saudi-imposed stringent restrictions on commercial and fuel imports to the war-ridden country, accusing the US administration of continuing to support the Saudi-led military coalition fighting the Houthis since 2015.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sex mánaða vopnahléi í Jemen er lokið, án framlengingar. Sameinuðu Þjóðirnar hvetja fólk til þess að halda ró sinni; samningaviðræður haldi áfram. 

Stríðandi fylkingar í Jemen lögðu niður vopn sín 2. apríl, í fyrsta sinn síðan 2016. Upphaflega var tveggja mánaða vopnahlé ákveðið, að undirlagi Sameinuðu Þjóðanna. Það hefur síðan verið framlengt, þar til í dag. 

Hans Grundberg, sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu Þjóðanna í Jemen, sagðist harma það að samkomulag hafi ekki náðst í dag, þar sem áframhaldandi vopnahlé væri almenningi afar mikilvægt.

Það eru uppreisnarmenn Húta, sem studdir eru af Írönum, og fjölþjóðaherinn, sem er undir stjórn Sadí Araba og styður stjórnarherinn, sem berjast um stjórn landsins. 

Jemen er fátækast Arabaríkjanna og var það áður en borgarastyrjöld hófst þar árið 2014. Styrjöldin hefur valdið dauða hundruð þúsunda og því sem Sameinuðu Þjóðirnar kalla verstu mannúðarkrísu heims, með útbreiddri hungursneyð og sjúkdómum.