Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sniðugt fyrir vonda þjófa að stela rafmagnshjóli

Mynd: RÚV / RÚV

Sniðugt fyrir vonda þjófa að stela rafmagnshjóli

01.10.2022 - 12:40

Höfundar

Flestir þekkja einhvern sem hefur lent í því að missa hjól í hendur þjófa og það er lítið hægt að gera í því, eða hvað? Berglind fór á stúfana að leita lausna í málinu.

Það er hollt og gott fyrir líkamann að hjóla, það veit Berglind Festival. Hjól eru frábær ferðamáti og nú þegar rafmagnshjólið hefur verið fundið upp eru hjól enn algengari en áður því nú geta þeir sem nenna ekki að hjóla líka hjólað. En rafmagnshjól geta kostað mörg hundruð þúsund krónur, jafnvel milljónir. Það vita hjólaþjófar að „það er mjög sniðugt að stela þeim ef maður er vondur þjófur,“ samkvæmt samfélagsrýninum Berglindi Festival.

Í Vikunni með Gísla Marteini sem var á dagskrá í gær ræddi Berglind meðal annars við hjólahvíslara, lögregluna, almenna borgara sem tapað hafa hjóli og fræga fólkið sem hefur einnig orðið fyrir barðinu á hjólaþjófum.

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Hér er Vikan með Gísla Marteini í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Berglind Festival leggur verkalýðsbaráttunni lið

Menningarefni

„Þessi umræða hefur auðvitað ýtt við mörgum“