Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Minnst 35 létu lífið í sprengjuárás í skóla í Kabúl

01.10.2022 - 10:55
epa10216131 Relatives of Hasina, an 18 years old afghan girl, who was killed in a suicide bomb attack at a school, during a prepration for university entrance exams, in a Shia Hazara neighborhood, react during a funeral in western Kabul, Afghanistan, 30 September 2022. At least 19 people were killed and another 27 injured after a powerful explosion occurred at a school in a Shia Hazara neighborhood in western Kabul on 30 September, police said. No terrorist outfit has claimed responsibility for the attack so far although the Islamic State (IS) terror group has traditionally targeted this minority.  EPA-EFE/STR
Ættingjar syrgja Hasinu sem lést á árásinni. Hún var 18 ára og var að þreyta próf til þess að komast inn í háskóla.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 35 létu lífið í í sjálfsmorðssprengjuárás á skóla í Kabúl í gærmorgun, samkvæmt uppfærðum tölum frá Sameinuðu þjóðunum sem birtar voru í morgun.

Nemendur voru að þreyta próf þegar árásin var gerð, en þetta var einkaskóli þar sem bæði var kennt stúlkum og drengjum, en flestum stúlknaskólum í landinu var lokað fljótlega eftir að Talíbanar komust til valda í ágúst í fyrra.

Fólkið sem býr þarna í nágrenninu tilheyrir flest Hazara minnihlutahópnum en margar sjálfsmorðsárásir síðustu vikur hafa beinst að þeim.   

Um 50 konur með svartar slæður mótmæltu árásinni nærri sjúkrahúsi í Dasht-e-Barchi, þar sem nokkrir þeirra sem særðust í árásinni eru til meðferðar. Konurnar hrópuðu: „Hættið að drepa Hazara-fólk. Þa ð er ekki glæpur að vera Sjía-múslimar.“

AFP fréttaveitan hefur eftir vitnum að árásarmaðurinn hafi sprengt sig í stúlkna hluta skólans. „Árásinni í gær var beint gegn Hazaras-fólki og Hazara-stúlkum,“ segir Farzana Ahmadi, 19 ára mótmælandi í samtali við AFP. „Við krefjumst þess að þetta þjóðarmorð verði stöðvað. Við mótmælum til að krefjast réttinda okkar.“ 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV