Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrrum auðjöfur fyrir rétti vegna þjóðarmorða í Rúanda

29.09.2022 - 18:38
epa10213130 Emmanuel Altit (C), lawyer of defendant Felicien Kabuga, arrives at the trial at the International Residual Mechanism for Criminal Tribunals (IRMCT) in The Hague, Netherlands, 29 September 2022. The trial against Rwandan national Felicien Kabuga began on 29 September. The man is suspected of being one of the key figures in the 1994 attempt to wipe out the Tutsi minority in his country. Over 500,000 Tutsis are estimated to have been killed by Hutu militias during the Rwandan genocide between April and July 1994.  EPA-EFE/KOEN VAN WEEL / POOL
Verjendur Felicien Kabuga í Haag. Mynd: EPA-EFE - ANP POOL
Réttarhöld vegna hlutar rúandska viðskiptajöfursins Felicien Kabuga í þjóðarmorðunum í landinu árið 1994 hófust í sérstökum dómstóli vegna stríðsglæpanna í Rúanda í Haag í morgun. Kabuga fjármagnaði útvarpsstöð þar sem kallað var eftir því að Tútsar yrðu drepnir.

Saksóknarinn Rashid S. Rashid, segir löngu tímabært fyrir Kabuga að sæta ábyrg. Hann hafi ekki sjálfur haldið á vopnum, heldur fært þau í hendur annarra, hefur AFP fréttastofan eftir Rashid. Hann hafi ekki heldur notað hljóðnemann til þess að kalla beint eftir útrýmingu Tútsa í útvarpinu, heldur hafi hann stofnað, fjármagnað og verið formaður útvarpsstöðvar sem flutti áróður um þjóðarmorð um allt Rúanda. Alls létu um 800 þúsund manns lífið í borgarastríðinu sem stóð yfir í um þrjá mánuði.

Kabuga var handtekinn í Frakklandi árið 2020 eftir mörg ár á flótta. Hann var einn allra auðugasti maður Rúanda þegar borgarastríðið í landinu braust út. Kabuga er 87 ára, og hafa verjendur hans ítrekað reynt að fresta réttarhöldum af heilsufarsástæðum. Hann mætti sjálfur ekki fyrir réttinn í morgun, og hafnaði því að fá að fylgjast með í beinni sjónvarpsútsendingu. Hann sendi þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist búinn að missa traust á verjanda sínum, Emmanuel Altit.

Yfir 50 vitni eru væntanleg fyrir dóminn, þegar vitnaleiðslur hefjast í næstu viku. Talið er að réttarhöldin taki marga mánuði.