Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eurovision í Glasgow eða Liverpool

epa09947783 Kalush Orchestra from Ukraine celebrates onstage after winning the 66th annual Eurovision Song Contest (ESC 2022) in Turin, Italy, 14 May 2022.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
Fulltrúar Úkraínu í Tórínó í vor, Kalush Orchestra. Mynd: EPA

Eurovision í Glasgow eða Liverpool

28.09.2022 - 14:10

Höfundar

Eurovision-keppnin verður annaðhvort haldin í Liverpool á Englandi eða í Glasgow í Skotlandi næsta vor. Yfirvöld í tuttugu borgum Bretlands lýstu yfir áhuga á að halda keppnina, þeim hafði verið fækkað niður í fimm og nú hefur verið tilkynnt að valið standi á milli þessara tveggja.

Lokaákvörðun liggur fyrir á næstu vikum. Úkraína bar sigur úr býtum í keppninni í vor með laginu Stefania en vegna innrásar Rússa í landið verður keppnin ekki haldin þar. Bretar lentu í öðru sæti og halda því keppnina.

Nánar má lesa um málið á vef Breska ríkisútvarpsins, BBC

Hér fyrir neðan má sjá og hlýða á framlag Bretlands í vor, Spaceman með Sam Ryder. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Sjö breskar borgir keppast um að halda Eurovision