Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Waters aflýsir tónleikum vegna afstöðu til innrásinnar

Mynd með færslu
 Mynd: ROB GRABOWSKI/AP

Waters aflýsir tónleikum vegna afstöðu til innrásinnar

25.09.2022 - 06:15

Höfundar

Breski tónlistarmaðurinn Roger Waters hefur aflýst tvennum tónleikum sem hann hugðist halda í Póllandi á næsta ári. Ástæðuna má, að sögn pólskra fjölmiðla, rekja til afstöðu tónlistarmannsins til innrásar Rússa í Úkraínu.

Waters hafði skipulagt tónleika í apríl á næsta ári í Tauron samkomuhöllinni í Kraków, næststærstu borg Póllands. Til stóð að borgarráð tæki afstöðu til þess í næstu viku hvort Waters væri raunverulega velkominn til borgarinnar.

Fyrr í þessum mánuði skrifaði Waters opið bréf til forsetafrúar Úkraínu Olenu Zelensku, þar sem hann staðhæfði að öfgaþjóðernissinnar hefðu steypt Úkraínu út í blóðuga styrjöld.

Auk þess hefur Waters legið vesturlöndum mjög á hálsi fyrir að útvega Úkraínumönnum vopn ásamt því sem hann gagnrýnir Atlantshafsbandalagið hástöfum fyrir ögranir í garð Rússa í aðdraganda innrásarinnar. 

epa10197956 First Lady of Ukraine, Olena Zelenska listens to her husband President of Ukraine, Volodymyr Zelenskyy deliver his video address during the 77th General Debate inside the General Assembly Hall at United Nations Headquarters in New York, New York, USA, 21 September 2022.  EPA-EFE/Peter Foley
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Þórdís sagði Úkraínu þurfa að sigra í þágu mannkyns

Erlent

Vilja ekki berjast í stríði Pútíns og óttast dauðann

Innlent

Rússneskur sjóður býður blaðamönnum í Úkraínuferð

Frá Póllandi til Úkraínu, frá friði yfir í stríð