Varð ólétt 49 ára

Mynd: RÚV / RÚV

Varð ólétt 49 ára

25.09.2022 - 10:30

Höfundar

„Þetta er sko ekki endilega þannig að ég vilji ekki eiga mann. Sumar konur eru í þannig stöðu að þær langi að vera einar. Ég myndi vilja eignast mann en ekki hvaða mann sem er,” segir Ása Dóra Finnbogadóttir.

Ása er í félaginu Einstakar mæður sem er félagsskapur kvenna sem ákveða að eignast börn sjálfar. Í Landanum á sunnudag verður fjallað um félagið og við heyrum sögur þriggja einstakra mæðra. 

Ása var 49 ára þegar hún varð ólétt að dóttur sinni, Jódísi Möggu, sem er sjö og hálfs mánaðar gömul. 

Hún hefur í gegnum tíðina reynt að verða barnshafandi. „Ég missti manninn minn fyrir sjö árum síðan og hef ekki fundið rétta manninn. Ef hann er þarna þá hefur hann fundið aðra konu en mig,” segir hún kankvís um þá ákvörðun sína að eignast barn ein.

„Ég er þannig að ef mig langar eitthvað þá geri ég það og þetta er eitt af því. Þó ég hafi verið orðin 49 ára og búin að reyna að verða ólétt af og til, meðan lífið brunaði áfram, þá ákvað ég að slá til og sé ekkert eftir því.”

Nánar verður rætt við Ásu Dóru og fleiri einstakar mæður í Landanum í kvöld.