Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íran:Krefjast tilslökunar á reglum um klæðaburð kvenna

epa10204110 Protesters calling for the stop of the suppression of Iranians in Iran rally at the Boston Common in Boston, Massachusetts, USA, 24 September 2022. According to the Islamic Republic News Agency (IRNA) on 24 September, the Iranian Interior Minister Ahmad Vahidi confirmed that medical evidence rejects the claim that Mahsa Amini was beaten. Iran has faced many anti-government protests following the death of Mahsa Amini, a 22-year-old Iranian woman, who was arrested in Tehran on 13 September by the morality police, a unit responsible for enforcing Iran's strict dress code for women. She fell into a coma while in police custody and was declared dead on 16 September.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Einn helsti umbótaflokkur Írans krafðist þess í gær að látið verði af ströngum reglum íslamska lýðveldisins um klæðaburð kvenna. Flokkurinn vill einnig að siðgæðislögreglan verði lögð niður.

Þjóðarflokkurinn hefur leyfi til að starfa í Íran en er rækilega haldið utan við múra valdsins í landinu. Forvígismenn hans eru fyrrverandi aðstoðarmenn Mohammads Khatami sem var forseti Íran frá 1997 til 2005.

Hann kom á ýmsum umbótum á valdatíð sinni sem fljótlega var snúið við þegar Mahmoud Ahmadinejad tók við. Reglur um klæðaburð kvenna voru settar árið 1983, þeirra á meðal skyldan að bera slæðu eða hijab, og nú vilja Þjóðarflokksmenn sú skylda verði afnumin.

Mahsa Amini, 22 ára kúrdísk kona, lést í höndum siðgæðislögreglunnar, sem þótti slæða hennar ekki hylja hárið nægilega. Flokksmenn vilja að óháð nefnd rannsaki andlát hennar og að allir þeir sem handteknir hafa verið í mótmælum undanfarinna daga verði látnir lausir.

Meðal hundruða handtekinna eru umbótasinnaðir blaðamenn, andófsmenn og fjöldinn allur úr röðum almennra borgara. Tugir hafa látist í mótmælaaðgerðum sem hófust eftir að fréttist af andláti Amini og hundruð hafa særst.