Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Láta Írani fækka verulega starfsliði sendiráðs

24.09.2022 - 02:35
In this photo provided by the Ukrainian Presidential Press Office, Ukrainian President Volodymyr Zelenskyy walks in front of honour guards as he arrives for State Flag Day celebrations in Kyiv, Ukraine, Tuesday, Aug. 23, 2022. (Ukrainian Presidential Press Office via AP)
 Mynd: AP - RÚV
Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa krafið Írani um að fækka í starfsliði sendiráðs þeirra í Kyiv vegna vopnasendinga þeirra til Rússlands. Það segja Úkraínumenn alvarlegt brot gegn fullveldi landsins.

Utanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í gær að sendifulltrúi Írans hefði verið kallaður á teppið vegna málsins. Í yfirlýsingu segir að vopnasendingar til Rússlands fari á svig við hlutleysisstefnu ríkisins og vanvirði fullveldi og yfirráð Úkraínu yfir eigin landssvæði.

Þær séu óvinabragð sem skaði samskipti Írans og Úkraínu illilega. Því hafi stjórnvöld ákveðið að svipta sendiherra Írans trúnaðarbindingu ásamt því að krefjast fækkunar diplómatísks starfsliðs í sendiráðinu í Kyiv. 

Úkraínumenn greindu frá því fyrr í gær að einn almennur borgari fórst í drónaárás Rússa á hafnarborgina Odesu og að fjögur flygildi hönnuð í Íran hefðu verið skotið niður sunnanvert í landinu.