Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hvað gerist beiti Pútín kjarnorkuvopnum?

epa10196917 Ukrainian rescuers put out a fire after a rocket hit a residential building in the Kurakhove area of Donetsk, Donetsk region, eastern Ukraine, 21 September 2022, amid Russia's military invasion. At least twelve people were injured, including two children, and one still under the rubble, the Head of Donetsk regional military state administration Pavlo Kyrylenko said on Telegram. Russian troops entered Ukraine on 24 February 2022 starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/YEVGEN HONCHARENKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Óduldar hótanir Rússlandsforseta og fleiri ráðamanna um beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri Rússlandi, hafa vakið vangaveltur sérfræðinga um afleiðingar þess og hvernig vesturveldin brygðust við.

Tónninn var harður í ræðu Vladmírs Pútíns forseta Rússlands 21. september þar sem hann sagði Vesturlönd hafa farið út yfir öll mörk árásargirni gegn Rússlandi.

Þeir Dmítrí Medvedev, varaformaður rússneska þjóðaröryggisráðsins, kveðast óhræddir við að beita kjarnavopnum til varnar þeim héruðum sem innlimuð verða í Rússland.

Sérfræðingar segjast þó ekki sannfærðir um að Pútín vilji verða fyrstur til að beita kjarnavopnum frá því Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum á Japan 1945. 

epa10196253 Lidia, a 75-year-old refugee from Mariupol, drinks morning tea as she is silhouetted against a TV screen displaying Russian President Vladimir Putin during a televised address to the nation, in Moscow, Russia, 21 September 2022. President Putin has signed a decree on partial mobilization in the Russian Federation, with mobilization activities starting on 21 September. Russian citizens who are in the reserve will be called up for military service.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

AFP-fréttaveitan fékk nokkra greinendur til að meta hvað gerðist gripu Rússar til kjarnavopna. Þeir telja markmiðið líklegast vera að knýja Úkraínumenn til uppgjafar eða samningaviðræðna og rjúfa samstöðu vestrænna ríkja.

Líklegast þótti þeim að beitt yrði fremur litlum kjarnorkusprengjum, 0,3 til 100 kílótonna sem hannaðar eru til að valda takmörkuðu tjóni á tilteknu svæði.

Mark Cancian, hernaðarsérfræðingur hjá alþjóðlega öryggisfyrirtækinu CSIS segir Rússa myndu senda sterkustu skilaboðin með því að sprengja kjarnorkusprengju yfir vatni eða í háloftunum yfir Úkraínu.

Þannig yrði mannfall lítið en sprengjan veitti rafsegulhögg sem slökkti á öllum raftækjum. „Lítið“ og „takmarkað“ eru þó afstæð orð en hafa ber í huga að sprengjan sem olli skelfilegu tjóni í japönsku borginni Hiroshima var 15 kílótonn. 

Mynd með færslu
 Mynd: - - Creative Commons

Viðameiri og mannskæðari árás á herstöð eða fjölmenna borg gæti dregið úr samstöðu alþjóðasamfélagsins gegn Pútín að mati Jons Wolfsthal, fyrrverandi kjarnorkusérfræðings Hvíta hússins.

Augljóst sé að bregðast þyrfti við en ljóst sé að NATÓ ríkin vilja ekki að stríðið í Úkraínu breytist í kjarnorkuheimsstyrjöld. Hann telur þó ekki útilokað að slík árás snerist í höndum Rússa og yrði metin sem veikleikamerki. Líklegt sé að einhver ríki NATÓ vilji alls ekki beita kjarnorkuvopnum og þar með geti samstaðan verið rofin. 

NATO Secretary General Jens Stoltenberg meets with the President of the United States, Joe Biden
 Mynd: NATO

Jon Wolfsthal segir brýnt að viðbrögð vesturlanda dragi úr hernaðarmætti Rússa og veiki stöðu Pútíns, persónulega, pólítískt og hernaðarlega.

Matthew Kroenig, sérfræðingur hjá Atlantshafsráðinu, telur svarið við kjarnorkuárás Rússa felast í því að færa Úkraínumönnum öflugri vopn, eldflaugar og herþotur, sem gerðu þeim kleift að gera atlögu að Rússlandi. 

epa10196546 A JAS-39 Gripen fighter jet of the Hungarian Air Force during their demonstration flight in the airspace of Lithuania, 21 September 2022. The Hungarian air force leads the Baltic Air Policing mission of NATO granting air defense service for the three Baltic states, Estonia, Latvia and Lithuania for the third time from 01 August for four months.  EPA-EFE/SANDOR UJVARI HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Eins þykir Kroenig líklegt að ríkjum á borð við Indland og Kína sem treg hafa verið til að beita Rússa þvingunum snerist snarlega hugur eftir kjarnorkuárás. 

Í samtali Jóns Ólafssonar, prófessors og sérfræðings í málefnum Rússlands, við RÚV á degi ávarps Pútíns kom fram að forsetinn talaði á þann hátt að Rússland þurfi að verja sjálft sig fyrir vesturlöndum.

„Orðalagið og tónninn er orðinn harðari og grimmilegri, en eftir sem áður held ég að það sé ekki meiri hætta sem stendur á notkun kjarnorkuvopna en hefur verið,“ sagði Jón Ólafsson.