Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bíll endaði upp á aurskriðu á Vestfjarðavegi

24.09.2022 - 20:49
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Vestfjarðavegi var lokað í Djúpadal við Síkisá í kvöld vegna aurskriðu sem féll og þveraði veginn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru erlendir ferðamenn á ferðinni á svæðinu þegar skriðan féll og endaði bíll þeirra upp á skriðunni.

Aurskriðan féll á áttunda tímanum í kvöld. Vel gekk að ná bílnum niður af skriðunni og hreinsa veginn. Vegurinn hefur verið opnaður fyrir umferð á ný.

Ferðamönnunum var mjög brugðið vegna atviksins, en þeir sluppu ómeiddir.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV