Sérsveitin í umfangsmiklum aðgerðum

Mynd með færslu
Myndin er úr safni. Mynd: RÚV
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur í dag verið í umfagnsmiklum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við önnur löggæsluyfirvöld. Engar upplýsingar hafa fengist um ástæðu aðgerðanna sem eru á forræði ríkislögreglustjóra.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því eftir hádegi að maður hafi verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar í Holtasmára. Blaðið hefur eftir sjónarvotti að handtakan hafi verið harkaleg. 

Stundin greindi svo frá því á öðrum tímanum að sérsveitin væri að störfum í Mosfellsbæ. Miðillinn hefur upplýsingar um að aðgerðirnar hverfist um stórt hús þar í bæ, nánar tiltekið iðnaðarhluta hússins. Sjónarvottar segja við Stundina að svo virðist sem verið sé að leita að einhverjum. 

Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Húsnæðið í Mosfellsbæ sem um ræðir.

Hvorki yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu né ríkislögreglustjóra hafa viljað veita frekari upplýsingar en hafa boðað að yfirlýsingar sé að vænta. Ríkislögreglustjóri rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum. 

Fréttin verður uppfærð.

oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV