Fjórtán búrhvalir drápust við strönd Tasmaníu

21.09.2022 - 03:33
epa10194675 An undated handout photo made available by the Department of Natural Resources and Environment Tasmania on 20 September 2022 shows a dead sperm whale on the coast at King Island in Australia. At least 14 sperm whales died on the island's coast according to Australian Authorities. The animals, which they are thought to be from the same pod, died after they got trapped 19 September 2022.  EPA-EFE/Department of Natural Resources HANDOUT IMAGE TO BE USED ONLY IN RELATION TO THE STATED EVENT (MANDATORY CREDIT) HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - EFE/Department of Natural Resour
Ástralskir náttúrulífssérfræðingar gera nú hvað þeir geta til að varpa ljósi á ástæður þess að fjórtán ungir búrhvalir drápust eftir að hafa synt á land á afskekktri strönd Tasmaníu.

Hvalshræin fundust síðastliðinn mánudag á strönd King Island á norðanverðri Tasmaníu. Rannsókn úr lofti sýnir að þeir voru fjórtán talsins. Dauði þeirra kann að vera slys, að mati Kris Carlyon sjávarlíffræðings hjá ástralskri stofnun til verndar lífríkinu.

Hann segir að það sé algengasta skýringin á hvaladauða. Hvalirnir hafi verið í ætisleit nærri landi, og orðið strand á háfjöru. Talið er líklegast að dauða hvalanna hafi borið að á sunnudaginn var.

Carlyon segir alls ekki óþekkt að hvalir syndi á land en það sé þó sjaldgæft. Árið 2020 syntu 470 grindhvalir á land á vestanverðri Tasmaníu. Þrátt fyrir viðamiklar björgunaraðgerðir við erfiðar aðstæður drápust um 300 hvalir.

Þá töldu sérfræðingar að skýringanna á því að hvalirnir syntu á land væri helst að leita í því að nokkrir þeirra hefðu villst og hinir elt. Grindhvalir eru afar félagslyndar skepnur og það getur orðið þeim skeinuhætt að mati sjávarlíffræðinga.