Það vantar starfsfólk á leikskóla

20.09.2022 - 15:01
Leikskólabörn á þríhjólum.
 Mynd: RÚV
Það vantar fleira starfsfólk á leikskólana í Reykjavík. Núna vantar 90 starfsmenn í viðbót. Þetta er vandamál fyrir leikskólana. Þeir eru að reyna að fá fleira starfsfólk.

Þetta er líka vandamál fyrir foreldra barna. Margir foreldrar bíða eftir að börnin þeirra komist á leikskóla. En fyrst það vantar starfsfólk komast börnin ekki strax á leikskóla. Það eru um 500 börn að bíða eftir að komast á leikskóla.

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur