Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Telur að Pútín vilji binda enda á stríðið

epa09495170 Russian President Vladimir Putin (L) welcomes Turkish President Recep Tayyip Erdogan during their meeting at the Bocharov Ruchei residence in Sochi, Russia, 28 September 2021. According to Vladimir Putin, Russia and Turkey have not already compensated for all the losses in trade during the pandemic year and even increased it. The Russian President noted the successful cooperation of Russia with Turkey in Syria and Libya. Also, according to him, Turkey's influence on the situation contributes to reconciliation in Karabakh.  EPA-EFE/VLADIMIR SMIRNOVSPUTNIK/KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - Sputnik
Forseti Tyrklands segist telja að Rússlandsforseti leiti nú leiða til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann segir mikilvægt skref innan seilingar.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist draga þá ályktun út frá samtölum sínum við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, að sá síðarnefndi vilji ljúka stríðinu, sem hófst með innrás Rússa í Úkraínu í febrúar, eins fljótt og mögulegt er.

Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar PBS við Erdogan. Hann sagðist hafa rætt málin ítalega við Rússlandsforseta á þingi í Úsbekistan í síðustu viku og gaf í skyn að staðan væri orðin ansi snúin fyrir Rússa. Hann sagði einnig að fljótlega myndu ríkin tvö, samkvæmt samkomulagi, skiptast á 200 gíslum eins og Erdogan orðaði það. Hann gaf þó engar frekari útskýringar á þeirri staðhæfingu. 

Úkraínuher hefur undanfarið tekist að endurheimta stór landsvæði úr höndum Rússa. Erdogan hefur brugðið sér í hlutverk málamiðlara í stríðinu og aðstoðað Sameinuðu Þjóðirnar við milligöngu í samskiptum hinna stríðandi þjóða. Tyrkland hefur lýst yfir ákveðnu jafnvægi í deilunni en þó sett sig upp á móti viðskiptaþvingunum Vesturlanda á hendur Rússlandi. 

Í síðustu viku sagðist Tyrklandsforseti vera að reyna að koma á friðarviðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Þegar hann var spurður að því í viðtalinu við PBS hvort hann teldi að Rússar ættu að fá að halda eftir einhverju af því landsvæði sem þeir hafa hernumið eftir innrásina, neitaði Erdogan því afdráttarlaust.