Dregur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey

Mynd með færslu
Varðskipið Þór við Grímsey 13. september Mynd: Landhelgisgæslan
Það dregur jafnt og þétt úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey. Yfir 21.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 8. september, sá stærsti 4.9 að stærð.

Þegar virknin var mest mældust yfir 1.000 skjálftar á dag, en undanfarna daga hafa nokkur hundruð skjálftar mælst á sólarhring. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálfti 3,2 að stærð hafi mælst við Grímsey kl. 4:37 í fyrrinótt.

Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta- hrinunnar á Norðurlandi 9. september og gildir það enn.