Sér­sveitin kölluð út á Akureyri vegna barna með hníf

Mynd með færslu
 Mynd: Eva Björk Benediktsdóttir - RÚV
Sérsveit ríkislögreglustjóra var ræst út aðfaranótt laugardags á Akureyri vegna hnífaburðar unglinga við grunnskóla í bænum. Tveir ólögráða einstaklingar gistu fangageymslur vegna málsins.

Fundu fólkið í bíl í bænum

Í tilkynningu sem Lög­reglan á Norðurlandi eystra birti á Face­book í morgun kemur fram að sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra hafi verið ræst út og lög­reglu­menn sendir á staðinn eftir að tilkynning barst um að ungmenni hefðu ógnað fólki við grunnskóla í bænum með hnífi. „Bifreið var stöðvuð í bænum með meintum gerendum og tveir handteknir vegna meints vopnalagabrots og hótana og gistu fangageymslur stutta stund. Um var að ræða ólögráða unglinga en þó sakhæfa,“ segir í færslu lögreglunnar. 

Málið litið alvarlegum augum

Í tilkynningu segir að málið hafi verið unnið með barnavernd og foreldrum tilkynnt um stöðuna. „Lögregla lítur vopnaburð alvarlegum augum og slíkt er aldrei réttlætanlegt að ógna öðrum með vopnum.“

Margt um að vera um helgina