Elísabet Englandsdrottning lögð til hinstu hvílu

epa10193576 The State Funeral Procession of Queen Elizabeth II in London, Britain, 19 September 2022.  Britain's Queen Elizabeth II died at her Scottish estate, Balmoral Castle, on 08 September 2022. The 96-year-old Queen was the longest-reigning monarch in British history.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Elísabet Englandsdrottning lögð til hinstu hvílu

19.09.2022 - 06:57

Höfundar

Elísabet önnur Englandsdrottning var borin til grafar í dag.

Tvö þúsund manns sóttu athöfn í Westminster Abbey og milljónir manna um allan heim fylgdust með útsendingunni í sjónvarpi. Þúsundir fylgdust með líkbíl drottningar þar sem hann keyrði frá Lundúnum til Windsor. Drottningin var lögð til hinstu hvílu í Kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala vil hlið eiginmanns síns Filippusar prins og foreldra sinna, Georgs sjötta konungs og drottningamóðurinnar.

Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður og Ragnar Santos myndatökumaður voru í Hyde Park í Lundúnum í morgun þar sem margmenni hafði safnast saman.

Mynd: Ragnar Santos / RÚV

Ólöf og Ragnar ræddu við fólk í Hyde Park í morgun. 

Flest vildu koma og vera hluti af þessari sögulegu stund og votta drottningunni virðingu. Hún var þeim innblástur og fyrirmynd. 

Unga fólkið sagði andlát drottningarinnar ekki hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og lífið í skólunum síðustu daga en þó hafi þau minnst hennar með einnar mínútu þögn. 

Indverska konan sagðist vera fulltrúi Indlands í Lundúnum þar sem forsetsráðherra Indlands kom ekki í útförina. Hún var hrærð en sagði heimsbyggðina ekki eiga að gráta drottninguna. Hún hafi gert mikið fyrir Samveldin og heiminn. 

Mynd: Ragnar Santos / RÚV