Sólveig Anna býður sig fram í annan varaforseta ASÍ

Sólveig Anna eftir félagsfund Eflingar
 Mynd: Bragi Valgeirsson - Fréttir
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur ákveðið að bjóða sig fram í stöðu annars varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún styður Ragnar Þór Ingólfsson í framboði hans í forsetaembætti ASÍ. Hann hafi sýnt og sannað að hann geti unnið með ólíku fólki og sameinað ólík sjónarmið.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ragnar Þór hafa sýnt að hann geti náð raunverulegum árangri ekki einungis í kjarabaráttu eigin félagsmanna heldur einnig í baráttu  verka- og láglaunafólks

„Ég fagna því náttúrulega innilega að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafi gefið kost á sér til þess að leiða Alþýðusambandið og ég hef ákveðið að styðja við það verkefni hans með því að gefa kost á mér í embætti annars varaforseta Alþýðusambandsins. Ég held að við eigum að grípa það tækifæri sem nú er komið til þess að leggjast í þetta verkefni. Ég þekki Ragnar Þór hann er gegnheill baráttumaður fyrir réttlæti í íslensku samfélagi. Hann vill breyta Alþýðusambandinu og gera það að því afli sem  það getur verið og á að vera sem raunverulegt breytingarafl fyrir réttlæti og mótstöðuafl gegn óréttlæti.

Við eigum að grípa það tækifæri sem nú er komið til þess að leggjast í þetta verkefni. Ég þekki Ragnar Þór hann er gegnheill baráttumaður fyrir réttlæti í íslensku samfélagi. Hann vill breyta Alþýðusambandinu og gera það að því afli sem  það getur verið og á að vera sem raunverulegt breytingarafl fyrir réttlæti og mótstöðuafl gegn óréttlæti.“  

Viðamikil kjarakönnun stendur yfir hjá félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segir þær niðurstöður sem hún hafi séð nú þegar sýna að fólk lýsi fjárhagsáhyggjum og erfiðri stöðu.

„En er jafnframt tilbúið til þess að standa saman og gera það sem gera þarf komi til þess að valdastéttin, Samtök atvinnulífsins og þau sem að stýra hér efnahagsmálum geti ekki hlustað á það sem við segjum, vilji ekki virða kröfur okkar.“
Sólveig Anna kveðst gera sér grein fyrir að komandi kjaraviðræður verði eflaust erfiðar en 

„En ég hræðist ekki það sem koma skal og ég held að við munum fara út úr þessum viðræðum með mikinn og góðan árangur fyrir okkar fólk.“

Ólöf Rún Skúladóttir
Fréttastofa RÚV