Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lögreglan verst enn frétta af rannsókn í máli Gylfa

Mynd með færslu
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL
Lögreglan í Manchester rannsakar enn mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrrum landsliðsmanns í knattspyrnu. 14 mánuðir eru liðnir frá því Gylfi var handtekinn og hann settur í farbann.

Lögreglan í Manchester hafði ítrekað óskað eftir framlengingu á farbanni frá því hann var handtekinn og upplýsti fjölmiðla iðulega um það. Breyting varð á þegar trygging Gylfa átti að renna út í júlí.

Í gær fengust þau svör frá lögreglunni í Manchester að hún myndi einungis tjá sig um málið þegar ákæra yrði gefin út eða rannsókn málsins látin niður falla. Sem þýðir að málið er enn á borði lögreglu. Hvort Gylfi sé enn í farbanni fæst ekki uppgefið.

Gylfi sást opinberlega í fyrsta skipti í sumar þegar hann fylgdist með leikjum íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi. Samningur hans við Everton rann út í sumar og er hann því án félags.