Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Elísabet drottning og eðlufólkið úr annarri vídd

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - epa
Elísabet Bretadrottning er látin, um það leikur enginn vafi. En var hún í raun og veru eðla úr annarri vídd? Að öllum líkindum ekki, en því trúa samt sumir, og kenningar um eðlueðli hennar má finna víða á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningasmiðurinn David Icke hefur um árabil haldið því fram að flest valdamesta fólk heims, þar á meðal öll breska konungsfjölskyldan, sé í raun og veru illt eðlufólk sem stjórni heiminum á bak við tjöldin, og hefur honum tekist að fá ansi marga á sitt band.

Fjallað var um feril Davids Icke, sem var atvinnumaður í fótbolta og íþróttafréttamaður en varð einn helsti samsæriskenningasmiður heims, og furðulega eðlufólkskenningu hans og fylgjenda hans í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1.