Til samanburðar má nefna að stærsta verkefnið hingað til var Fast 8-kvikmyndin sem tekin var upp við Mývatn. Framleiðslukostnaðurinn nam 2,5 milljörðum og fékk verkefnið endurgreiddan kostnað upp á hálfan milljarð.
Haft er Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, að verkefnið sé gríðarlegur sigur fyrir íslenska menningu og efnahagslíf og staðfesti að það sem stjórnvöld séu að gera skipti máli. Þættirnir séu stærsta erlenda fjárfestingin á sviði menningar í Íslandssögunni.
Þættirnir koma úr smiðju HBO Max-streymisveitunnar sem verður ekki aðgengileg Íslendingum fyrr en árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem HBO veðjar á Ísland því fjölmörg atriði í Game of Thrones voru tekin upp hér á landi.