Þættir Jodie Foster koma með 9 milljarða til landsins

epa03455659 (FILE) A file picture dated 06 December 2011 shows US actress and director Jodie Foster at the premiere of 'Sherlock Holmes: A Game of Shadows' in Los Angeles, California, USA. Foster will receive the Cecil B. DeMille award at the
 Mynd: EPA - EPA FILE

Þættir Jodie Foster koma með 9 milljarða til landsins

11.09.2022 - 16:14

Höfundar

True Detective þáttaröðin, sem gerð verður hér á landi, er langstærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þess er áætlað um 9 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menningarmálaráðherra. Þættirnir skarta Jodie Foster í aðalhlutverki og eiga tökur að standa yfir í 9 mánuði.

Til samanburðar má nefna að stærsta verkefnið hingað til var Fast 8-kvikmyndin sem tekin var upp við Mývatn. Framleiðslukostnaðurinn nam 2,5 milljörðum og fékk verkefnið endurgreiddan kostnað upp á hálfan milljarð. 

Haft er Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, að verkefnið sé gríðarlegur sigur fyrir íslenska menningu og efnahagslíf og staðfesti að það sem stjórnvöld séu að gera skipti máli. Þættirnir séu stærsta erlenda fjárfestingin á sviði menningar í Íslandssögunni.

Þættirnir koma úr smiðju HBO Max-streymisveitunnar sem verður ekki aðgengileg Íslendingum fyrr en árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem HBO veðjar á Ísland því fjölmörg atriði í Game of Thrones voru tekin upp hér á landi.