Vefsíða ofsóknarmanna fær íslenskt lén

epa05769349 A man types on a laptop computer keyboard in Taipei, Taiwan, early 04 February 2017. On 03 Feburary 2017, five Taiwan security companies suffered distributed Denial -of-service (DDoS) attacks from an anonynous hacker who demanded each firm to pay 170,000 Taiwan dollars (about 5,600 US dollars) in Bitcoin, or it would plant Trojan Horse programme in their computer systems. The attack halted or slowed down online trading temporarily, according to the CNYE news portal. The Financial Supervisory Commission urged securities firms to boost cyber security and to increase bandwidth. The securites firms affected by the hacking are MasterLink,, Yuanta, Capital, KGI and Tachan, CNYE news portal said.  EPA/DAVID CHANG
 Mynd: EPA
Notendur vefsíðunnar Kiwifarms hafa meðal annars ástundað ofsóknir gegn hinsegin- og transfólki. Minnst þrír hafa svipt sig lífi vegna ofsókna á síðunni. Fyrirtækið Internet á Íslandi hefur samþykkt íslenskt lén fyrir síðuna.

Morgunblaðið greinir frá þessu á vef sínum en fram kemur að trans- og hinsegin fólk verði sérstaklega fyrir barðinu á netsamfélagi síðunnar. Síðunni hefur verið úthýst víða um heim en er nú rekin hér á landi.

Mjög er kallað eftir því á samfélagsmiðlum að lénið verði tekið niður. Notendur Kiwi hafa ásótt og áreitt fleiri, þekkta einstaklinga á borð við tölvuleikjaspilara og þingmenn. Vitað er um þrjá sem hafa svipt sig lífi vegna ofsókna.

Beita bellibrögðum

Notendur síðunnar hafa beitt bellibrögðum meðal annars með því að hegða sér þannig í nafni tiltekins fólks að sérsveitir lögreglu hafa verið sendar á heimili þess.

Cl­ara Sor­renti, kanadískur trans aðgerðarsinni, lenti í því og setti af stað herferð til þess að fá síðuna aflagða. Hún beitti sér sérstaklega gegn fyrirtækinu Cloudflare sem annaðist netöryggi síðunnar.

Fyrirtækið lét af öryggisgæslunni eftir að hafa maldað í móinn í nokkra daga í kjölfar þrýstings frá netverjum og í ljósi áframhaldandi ofsókna Kiwifarms á hendur Sorrenti.

Hún hafði fengið öryggisveit lögreglu heim til sín eftir að óþekktur einstaklingur sendi hótun í hennar nafni á borgarstjórn London í Ontario-fylki. Fyrirtækið VanwaTech, sem þekkt er fyrir stuðning við öfgafólk tók að sér netöryggi Kiwifarms eftir að Cloudfare hætti því. 

ISNIC vill koma eftirfarandi á framfæri: „ISNIC hvorki samþykkir né hafnar lénum, heldur er skráningarferli léna sjálfvirkt. Umrætt lén er ekki nýskráð
lén, heldur er lénið skráð 2016. Þess má geta að ISNIC hefur sett lénið á svokallaða Parking-nafnaþjóna (biðsvæði), þar sem það hefur enga tæknilega virkni, á meðan málið er í skoðun.“