Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Rússar auka liðstyrk til að bregðast við gagnsókn

epa10174215 A Ukrainian serviceman stands near a civilian car with the letter Z, often painted on Russian military vehicles in Ukraine, which was captured and used by Russian soldiers when they controlled that territory, which was retaken by Ukrainian troops two days ago, in the village of Grakovo in Kharkiv's surroundings, Ukraine, 09 September 2022. Kharkiv and surrounding areas have been the target of heavy shelling since February 2022, when Russian troops entered Ukraine starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/VASILIY ZHLOBSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússar hafa sent liðsstyrk til að verjast áhlaupi Úkraínuhers og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir augljóst að Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að fórna miklu til að ná landsvæðum aftur á sitt vald.

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt stór landsvæði og fjölda þorpa í þungri gagnsókn sinni í Kharkiv-héraði. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti greindi frá þessu í daglegu ávarpi sínu.

Rússneskur herforingi í þorpinu Grakove segir að harðir bardagar standi yfir við borgina Balakilja, sem úkraínsk hermálayfirvöld sögðust í gær hafa endurheimt.

Herforinginn segir liðsauka hafa borist sem berjist við hersveitir Úkraínumanna.

Hart var barist í Grakove á fyrstu vikum innrásarinnar. Þorpið er eitt þeirra sem Úkraínumenn endurheimtu í vikunni en yfirvöld kanna nú tilkynningar um stríðsglæpi í þorpinu.

Lík tveggja manna á fertugsaldri voru grafin upp í gær. Einn þorpsbúa segir rússneska hermenn hafa skipað sér að taka þeim grafir. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Úkraínumenn hafi náð miklum árangri í gagnsókn sinni með liðsinni annarra ríkja.

Hann segir að sig hrylla við því hve Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er tilbúnn að fórna mörgum rússneskum hermönnum til að endurheimta landsvæðin. Rússneskir embættismenn í Kharkiv segjast forða íbúum héraðsins yfir til Rússlands þar til jafnvægi er náð.