Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Pólverjar hyggjast auka orkukaup af Úkraínumönnum

epa10173759 Ukrainian President Volodymyr Zelensky (C), the President of the Republic of Latvia Egils Levits (L), and the Polish Prime Minister Mateusz Morawiecki (R) attend their meeting in Kyiv, Ukraine, 09 September 2022. Egils Levits and Mateusz Morawiecki arrived in Kyiv to meet with top Ukrainian officials amid the Russian invasion.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Pólverjar ætla að auka umtalsvert orkukaup af úkraínskum kjarnorkuverum. Þetta sagði forsætisráðherra Póllands meðan á heimsókn hans til Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, stóð.

Þetta er í þriðja sinn sem Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sækir Úkraínu heim frá því að Rússar réðust inn í landið fyrir rúmu hálfu ári.

Forsætisráðherrann þakkaði Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta fyrir að bjóða raforku til kaups sem framleidd er í Khmelnytsky-kjarnorkuverinu í Vestur-Úkraínu.

Morawiecki sagði að aukin raforkukaup af Úkraínumönnum dragi úr þörf Pólverja fyrir kolaknúin orkuver. Úkraína hefur verið tengd orkukerfi Evrópu frá því í mars og afhenti til að mynda Pólverjum um það bil 210 megavött af rafmagni í gær, föstudag.