Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Til skoðunar að setja verðþak á gas

07.09.2022 - 20:17
epa08711326 European Commission President Ursula von der Leyen makes a statement ahead of the second face-to-face EU summit since the coronavirus disease (COVID-19) outbreak, in Brussels, Belgium, 01 October 2020.  EPA-EFE/JOHANNA GERON / POOL
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í dag áætlanir um að setja verðþak á gas frá Rússlandi og að leggja sérstakan skatt á þau orkufyrirtæki sem hafa margfaldað tekjur sínar síðustu mánuði.

Aðildarríkin búa sig undir veturinn á sama tíma og mikil óvissa ríkir um orkuframboð. Rússland hefur þegar annaðhvort dregið verulega úr sölu á gasi eða hætt henni alveg til þrettán aðildarríkja ESB. Ríkin hafa reitt sig á gasið til húshitunar og raforkuframleiðslu.

Rússlandsforseti hótaði í dag að hætta allri sölu á gasi, olíu og kolum til Vesturveldanna verði þak sett á verð. Hann segir slíkt brot á samningum. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir