Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Örvunarskammtur gegn COVID-19 ár hvert

FILE - Dr. Anthony Fauci, director of the National Institute of Allergy and Infectious Diseases, testifies to a House Committee on Appropriations subcommittee on Labor, Health and Human Services, Education, and Related Agencies hearing, about the budget request for the National Institutes of Health, May 11, 2022, on Capitol Hill in Washington. Fauci, the nation's top infectious disease expert who became a household name, and the subject of partisan attacks, during the COVID-19 pandemic, announced Monday he will depart the federal government in December after more than 5 decades of service.   (AP Photo/Jacquelyn Martin, File)
 Mynd: AP - RÚV
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að örvunarbólusetning gegn COVID-19 verði í boði ár hvert líkt og gert hefur verið gegn inflúensu. Þannig er vonast til að bregðast megi við nýjum afbrigðum veirunnar.

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti í síðustu viku markaðsleyfi fyrir uppfærðu, tvígildu bóluefni gegn hvort tveggja upprunalegu gerð veirunnar og þeim undirgerðum omíkron-afbrigðis hennar sem nú eru ríkjandi. 

Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í heilbrigðismálum og yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, kveðst búast við að bólusetningartakturinn þarlendis verði svipaður og gagnvart árlegri flensu.

Á hverju ári verði almenningi boðið bóluefni sem ætlað er til verndar gegn því afbrigði sem ráðandi verði hverju sinni. Hann segir þó að mögulega þurfi roskið fólk og ónæmisbæklað að þiggja sprautur oftar en árlega.

Eins þurfi yfirvöld að vera tilbúin að bregðast við hættulegum, mjög breyttum afbrigðum veirunnar í framtíðinni. 

Ashish Jha, sem skipuleggur viðbrögð Bandaríkjastjórnar við COVID-19, hvetur því alla bólusetta, tólf ára og eldri til að þiggja örvunarskammt um leið og inflúensusprautu ársins.

Heilbrigðisyfirvöld búast við að milljónir Bandaríkjamanna þiggi örvunarskammt nú í september og komi þannig í veg fyrir fjölda sjúkrahúsinnlagna og andláta.

Joe Biden forseti bendir í yfirlýsingu á að kórónuveirusmitum fjölgi að vetrarlagi og dauðsföllum sömuleiðis. Þannig segir hann að það þurfi ekki að vera á komandi vetri þiggi fólk örvunarskammtinn.