Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Rússneskur blaðamaður dæmdur til 22 ára fangelsisvistar

epa08549056 Ivan Safronov, an advisor to the head of the Russian State Space Corporation ROSCOSMOS, reacts as he stands in a defendant's cage prior to a hearing to check legality of his arrest at the Moscow city court in Moscow, Russia, 16 July 2020. Ivan Safronov, a former journalist for the Kommersant and then Vedomosti newspapers, was detained in Moscow on 07 July 2020 by the Federal Security Service (FSB) agents on suspicion of state treason and then put under arrest till 06 September 2020 by the Lefortovsky district court.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: EPA - RÚV
Rússneski blaðamaðurinn Ivan Safronov var í gær dæmdur til 22 tveggja ára fangelsisvistar fyrir landráð, sem er einn lengsti fangelsisdómur sem fallið hefur í landinu fyrir þá ákæru. Stjórnvöld í Rússlandi segja Safronov hafa haft undir höndum leynileg gögn, meðal annars um rússneska herinn og leynileg milliríkjasamskipti.

Nær öll sönnunargögnin gegn blaðamanninum Ivan Safronov voru hulin í réttarhöldunum og aldrei gert opinbert nákvæmlega hvað hann hafði unnið sér til saka. Rússneski blaðamaðurinn Katerina Gordeeva sagði réttarhöldin hafa ein þau óvenjulegustu og lokuðustu í sögu landsins.

Gagnrýninn á stjórnvöld

Rússneski fjölmiðillinn Proekt lak hins vegar gögnum um málið sem sýndu að meirihluti sönnunargagna ákæruvaldsins hefðu verið greinar sem Safronov hefði skrifað um stjórnvöld upp úr opinberum gögnum.

Að auki lagði ákæruvaldið mikla áherslu á meint tengsl Safronovs við Miðausturlönd, ríki í Afríku og á Balkanskaga. Fyrir því voru þó engar heimildir, er fram kemur í umfjöllun The Guardian.

Enn þrengt að fjölmiðlafrelsi

Verjandi Safronovs sagði að dómurinn skapi enn meiri ótta meðal rússneskra blaðamanna, sem þegar búi við mjög skert fjölmiðlafrelsi.

Fjöldi rússneskra blaðamanna, sem starfa hjá sjálfstæðum fjölmiðlum, skrifuðu undir yfirlýsingu og kölluðu eftir að Safronov yrði látinn laus. Dómurinn yfir honum væri pólitískur og óréttlátur og ítrekuðu að blaðamennska í Rússlandi væri ekki glæpur.

Í lokaávarpi sínu áður en dómur var kveðinn upp, sagði Safronov:

„Heimsbyggðin öll mun sjá að þau vilji dæma blaðamann í fangelsi fyrir að skrifa greinar. Verði ég dæmdur sekur verður ekkert tjáningarfrelsi í langan tíma. Án frelsis til tjáningar er ekkert frelsi.“