Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Verbúðin tilnefnd til Prix Europa-verðlaunanna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Verbúðin tilnefnd til Prix Europa-verðlaunanna

05.09.2022 - 10:55

Höfundar

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin eru tilnefndir til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa í flokki leikins sjónvarpsefnis. Ófærð vann þessi sömu verðlaun 2016.

Verbúðin var sýnd við miklar vinsældir á RÚV í vetur. Þættirnir fjölluðu um vinahjón sem gera upp gamlan togara og fara í útgerð og afleiðingar kvótakerfisins fyrir lítið þorp. Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason skrifuðu handrit þáttanna og Vesturport framleiddi þá í samstarfi við RÚV. 

Meðal þáttaraða sem tilnefndar eru með Verbúðinni eru Konunglegt leyndarmál (En kunglig affär) og Hrossakaup (Transport) sem voru sýndar á RÚV í vetur og má finna í Spilaranum. 

Áður hafa sjónvarpsþáttaraðirnar Ófærð, Ráðherrann, Flateyjargátan og Fangar verið tilnefnd til verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. 

Verðlaunin verða afhent í Berlín í Þýskalandi í október.  

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Ráðherrann tilnefndur til PRIX Europa-verðlaunanna