Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Íbúð á Ásbrú stórskemmdist í eldsvoða

05.09.2022 - 13:42
Innlent · Ásbrú · Bruni · Eldur · Reykjanesbær
Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir / RÚV
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun. Íbúðin skemmdist mikið en engin slys urðu á fólki, að sögn Eyþórs Rúnars Þórarinssonar varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Eldurinn hafði logað í um það bil klukkustund og læst sig um alla íbúðina þegar slökkvilið kom á staðinn. Enginn var í íbúðinni og engin slys urðu á fólki. Reykkafarar frá slökkviliðinu voru sendir inn í íbúðina þar sem ekki var vitað hvort einhver væri inni í henni. 

Eldurinn barst um alla íbúðins en ekki út í stigagang hússins eða aðrar íbúðir. Slökkvistarf gekk hratt og vel. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá eldavél. 

Fréttin hefur verið uppfærð með myndum af íbúðinni. 

Mynd með færslu
 Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir - RÚV
Enginn var í íbúðinni þegar eldsins varð vart.
Mynd með færslu
 Mynd: Sólveig Klara Ragnarsdóttir - RÚV
Íbúðin er stórskemmd eftir eldsvoðann.
ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV