Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Chile-menn hafna nýrri stjórnarskrá

epa10160446 Supporters of the 'Rejection' option celebrate the result of the constitutional plebiscite, in Santiago, Chile, 04 September 2022. Chile rejected this 04 September by 62.2% the proposal for a new Constitution. 'Today there are no winners or losers. There are Chileans who have to meet again,' said the leader of the 'Rejection' campaign, Claudio Salinas. The option of accepting the new Constitution, which enshrined a new range of social rights, was supported by only 37.8% of voters.  EPA-EFE/Elvis Gonzalez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Íbúar Chile hafa kosið að taka ekki upp nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Chile í gær, sunnudag, um hvort ætti að skipta út stjórnarskránni sem er frá 1980, eða síðan Augusto Pinochet var einræðisherra í landinu.

Öllum landsmönnum á kjörskrá var gert að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og kaus yfirgnæfandi meirihluti þeirra að halda gömlu stjórnarskránni, eða yfir sextíu prósent. Ríkisstjórinn Ximena Rincón, sem leitt hefur herferð gegn nýju stjórnarskránni, segir niðurstöðuna afgerandi og kallar eftir að ný stjórnarskrárnefnd verði skipuð og kölluð til fundar.

Meirihluti vildi breytingar fyrir 2 árum

Fyrir tveimur árum kaus meirihluti landsmanna aftur á móti með því að ný stjórnarskrá skyldi skrifuð. Vinstri flokkar töluðu sérstaklega fyrir mikilvægi breytinganna og sögðu gildandi stjórnarskrá standa í vegi fyrir umbótum sem þyrfti að gera í landinu.

Í framhaldi var skipuð nefnd sem stóð í löngum og ströngum samningaviðræðum, en skilaði loks lokadrögum að nýrri stjórnarskrá landsins. Nokkur óánægja virðist þó ríkja með lokaniðurstöðuna, miðað við atkvæðagreiðsluna í gær.

Áhersla á jafnrétti kynja og umhverfisvernd

Nýju stjórnarskránni var ætlað að innleiða róttækar breytingar til þess að stuðla að auknu jafnrétti í landinu, meðal annars með því að tryggja jafnt kynjahlutfall á þjóðþinginu og í sveitarstjórnum. Að auki hefði ný stjórnarskrá í fyrsta sinn í sögu landsins sett umhverfisvernd í forgang og hefði viðurkennt með formlegum hætti tilvist frumbyggjaþjóða sem búa í Chile.