Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Mjaldrasystur í blíðu og stríðu

01.09.2022 - 12:47
Seal Life Trust is creating the first open water sanctuary for 2 beluga whales named Little Grey and Little White currently in Chengfeng Ocean World, Shanghai. The PRESS ASSOCIATION Photo. Picture date: {idow} {imnn} {iday}, {iyr4}. See PA story {suppcat1} {suppcat2}. Photo credit should read: {name}/PA Wire
 Mynd: Aðsend mynd
Ekki verður af því í ár að mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá flytji í sjókvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Fyrirhuguðum flutningi var frestað fram á vor eftir að bátur sökk við kvína um miðjan ágúst. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flutningum mjaldranna í sjókvínna er frestað. Þetta helst rifjaði upp sögu mjaldrasystranna.

Mjaldrasysturnar svonefndu fæddust að líkindum 2007 við strendur Rússlands, þar sem þær voru svo veiddar og færðar í sædýragarð í Sjanghaí í Kína.

Eftir að breski skemmtanarisinn Merlin Entertainments eignaðist sædýragarðinn kviknuðu hugmyndir um að flytja mjaldrana í betra umhverfi, til Vestmannaeyja. Þangað komu þær loks sumarið 2019 með miklum tilkostnaði. 

Síðan hefur verið stefnt að því að færa þær úr sérstakri hvalalaug yfir í sjókví í Klettsvík, en þar hafa þær einungis dvalið í nokkrar vikur síðustu árin. 

Þetta helst rifjaði upp sögu mjaldrasystranna og annars frægs mjaldurs sem einnig var í fréttum sumarið 2019.