Kosið í Svíþjóð eftir 10 daga
Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka.
Heimsglugginn
Björn Þór Sigbjörnsson ræddi um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbachev, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindmyllugarða. Samkomu var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljón heimili.
Útgerðarbær verður miðstöð grænnar orku
Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindmyllurgarð í heiminum í Norðursjónum 40 sjómílum undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.