Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldur í farþegaferju á Eystrasalti

29.08.2022 - 14:49
Mynd með færslu
 Mynd: John Jonsson - Aðsent
Eldur logar í bílaþilfari í sænskri farþegaferju á Eystrasalti, nærri Gotlandi. Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að um þrjú hundruð farþegar hafi verið í ferjunni.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Stena Line, sem gerir ferjuna út, er eldurinn minniháttar og unnið er að því að slökkva hann. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Farþegar ferjunnar hafa verið fluttir um borð í aðra ferju, M/S Visby sem siglir nú til hafnar, til bæjarins Visby á Gotlandi. 

Mynd með færslu
 Mynd: John Jonsson - Aðsent
ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV