Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldur í heitum potti við hús í Vogum

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Eldur kom upp í vatnshitapotti á verönd við einbýlishús í Leirdal í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja var eldurinn mjög staðbundinn og stutta stund tók að slökkva hann.

Eldur læsti sig ekki í húsið en slökkviliðsmenn fylgdust áfram með húsinu um stund til að taka af allan grun um að skemmdir hefðu orðið innandyra. Tveir dælubílar voru kallaðir til eftir tilkynningu frá nágranna, annar úr Reykjanesbæ og hinn úr Vogum. Enginn slasaðist í eldsvoðanum. 

Róleg nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Heldur virðist hafa verið rólegt í gærkvöld og nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þó var mjög ölvaður maður handtekinn um miðnæturbil grunaður um líkamsárás. Hann gistir nú fangageymslur. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV