Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sjúkrahúsið á Akureyri geti tekið á móti fleiri nemum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir sjúkrahúsið geta tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnám. Stofnunin og Háskóli Íslands þurfi þá að ráðast í skipulagsbreytingar og samræma betur tímabil starfsnáms læknanema.

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins, segir þetta í samtali við Morgunblaðið. Það sama eigi við um hjúkrunarnema. Hún segir sjúkrahúsið reyna að nýta öll tækifæri sem gefist en það hafi áhrif hvaða sérfræðingar séu í boði til að taka á móti nemum. 

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði við fréttastofu í síðustu viku að staðan hafi aldrei verið jafn þung á spítalanum og í sumar. Starfsfólk vanti á öllum vígstöðvum en manneklan sé mest á meðal hjúkrunarfræðinga.