Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldsvoði við Suðurgötu í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Th. Skúlason - Aðsend
Eldur logar í tengibyggingu við St. Jósefsspítalann við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem áður var leikskóli. Eldurinn hefur læst sig í þak hússins og mikinn reyk leggur frá honum. Fjölmennt slökkvilið er að störfum á vettvangi en fyrstu bílar voru sendir af stað klukkan 22.35 og var eldur þegar orðinn töluverður þegar að var komið.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir mannskap frá þremur stöðvum við slökkvistörf, sem gangi þokkalega. Hann segir að ekki sé talin hætta á að eldurinn læsi sig í aðrar byggingar. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV