Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Blikar naumlega áfram í undanúrslit - Sjáðu markið

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Blikar naumlega áfram í undanúrslit - Sjáðu markið

19.08.2022 - 21:59
Breiðablik og HK mættust í síðasta leik 8-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 1-0 en mark Omars Sowe á 55. mínútu leiksins var það sem skildi liðin að.

Víkingur, KA og FH höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitunum fyrir leikinn og HK og Breiðablik gátu fengið síðasta undanúrslitasætið. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en HK-ingar fengu hættulegt færi rétt undir lok hans. Omar Sowe skoraði svo fyrir Breiðablik á 55. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jasoni Daða Svanþórssyni. HK-ingar skoruðu mark alveg á síðustu sekúndum leiksins en rangstaða var réttilega dæmd og 1-0 reyndust lokatölur. Breiðablik fær ríkjandi Bikarmeistara Víkings í heimsókn í undanúrslitunum. 

Markið og helstu atvik leiksins má sjá hér fyrir neðan.