Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rannsaka mögulegan veiðiþjófnað á Austurlandi

18.08.2022 - 16:55
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar mögulegan veiðiþjófnað. Grunur er um ólöglega hreindýraveiði á Jökuldalsheiði í síðasta mánuði.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir þremur vikum hafi lögreglu borist ábendingar um menn sem taldir eru hafa verið á hreindýraveiðum á Jökuldalsheiði í óleyfi. Málið sé enn í rannsókn og verið sé að afla gagna, meðal annars úr myndavélum.

Þrír menn hafi verið yfirheyrðir, en grunur leiki á að þeir hafi fellt hreindýr og beinist rannsóknin meðal annars að því. Kristján segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar á meðan málið sé í rannsókn.
 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV